Fréttir

Lyfjastofnun áminnir lyfsöluleyfishafa Garðs Apóteks

Lyfsöluleyfishafi Garðs Apóteks hefur verið áminntur fyrir að veita rangar upplýsingar um verklag og búnað apóteksins.

11.12.2013

Samkvæmt áminningunni telur Lyfjastofnun alvarlegt að lyfsöluleyfishafi hafi gefið eftirlitsmönnum stofnunarinnar rangar upplýsingar um stöðu mála á úrbótum á sjö atriðum sem athugasemdir voru gerðar við í úttekt og allar varða verkferla, umgengni og aðstöðu við skömmtun lyfja. Lyfjastofnun telur ámælisvert að ekki sé hægt að treysta yfirlýsingum lyfsöluleyfishafa um úrbætur sem stofnunin telur nauðsynlegar.
Til baka Senda grein