Fréttir

Ólöglegt megrunarlyf, ECA 30+ getur valdið alvarlegum aukaverkunum

Danska lyfjastofnunin varar við megrunarlyfi sem selt er í netverslunum sem fæðubótarefni undir heitinu ECA 30+.

17.12.2013

Í frétt á vef dönsku lyfjastofnunarinnar segir að tilkynntar hafi verið alvarlegar aukaverkanir sem tengdar eru ólöglegu megrunarlyfi, ECA 30+ og selt hefur verið í netverslunum. Aukaverkunum er m.a. lýst sem hröðum hjartslætti sem getur leitt til hjartastopps.
 
ECA 30+ er selt sem fæðubótarefni en samkvæmt mati dönsku lyfjastofnunarinnar flokkast það sem lyf sem inniheldur koffein, efedrín og acetylsalicylsýru. Efedrín og koffein geta aukið hættu á hjarta- og æðakvillum.
 

Lyfjastofnun varar fólk við lyfjakaupum í netverslunum enda er slík verslun ólögleg samkvæmt íslenskum lögum.

Til baka Senda grein