Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu, EMA, birtir framvegis dagskrá og fundargerðir allra vísindanefnda stofnunarinnar

Dagskrá hvers fundar verður birt við upphaf fundar og fundargerðirnar mánuði síðar.

18.12.2013

Í fréttatilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu, EMA, er sagt frá því að á stjórnarfundi stofnunarinnar sem haldinn var 12. desember 2013 hafi verið ákveðið að birta dagskrá og fundargerðir allra vísindanefnda stofnunarinnar  en fram til þessa hefur það aðeins verið gert hjá PRAC, sérfræðinefnd um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, PDCO, sérfræðinganefnd um lyf fyrir börn, HMPC, sérfræðinganefnd um jurtalyf og COMP, sérfræðinganefnd um lyf við sjaldgæfum sjúkdómun. Nú bætast við CHMP, sérfræðinganefnd um lyf fyrir menn, CVMP sérfræðinganefnd um dýralyf og CAT, sérfræðinganefnd um hátæknilyf.
 
Sjá fréttatilkynningu EMA
Til baka Senda grein