Fréttir

Ný lyf á markað 1. janúar 2014

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markaði 1. janúar 2014

7.1.2014

Clopidogrel krka, filmhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 75 mg af klópídógreli sem hýdróklóríði. Lyfið er ætlað fullorðnum til að koma í veg fyrir æðastíflur hjá sjúklingum með hjartadrep (frá nokkrum dögum og allt að 35 dögum), heilablóðþurrð (frá 7 dögum og allt að 6 mánuðum) eða staðfestan sjúkdóm í útlægum slagæðum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Flutiform, innúðalyf,dreifa. Hver staðlaður skammtur (úr skammtaranum) inniheldur: 50 míkrógrömm flútikasón própíonat og 5 míkrógrömm formóteról fúmarat tvíhýdrat,125 míkrógrömm flútikasón própíonat og 5 míkrógrömm formóteról fúmarat tvíhýdrat eða 250 míkrógrömm flútikasón própíonat og 10 míkrógrömm formóteról fúmarat tvíhýdrat. Lyfið er ætlað til reglulegrar meðferðar við astma þegar notkun samsetts lyfs er viðeigandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Gabapentin ratiopharm, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg eða 800 mg af gabapentíni. Lyfið er notað sem einlyfjameðferð eða viðbótarmeðferð þegar um er að ræða hlutaflog (partial epilepsy), með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og börnum. Lyfið er einnig notað til meðferðar á útlægum taugaverkjum, svo sem slæmum taugaverkjum í tengslum við sykursýki og taugahvoti í kjölfar herpessýkingar (postherpetic neuralgia) hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Jaydess, leginnlegg, inniheldur 13,5 mg af levónorgestreli. Lyfið er ætlað sem getnaðarvörn í allt að 3 ár. Lyfið er lyfseðilsskylt og markaðssetning þess á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Losatrix, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg eða 100 mg af losartani sem kalíumsalt. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrati. Lyfið er ætlað til meðferðar við nýrnasjúkdómi hjá fullorðnum sjúklingum með háþrýsting og sykursýki af tegund 2, með prótein í þvagi ≥0,5 g/sólarhring, sem hluti af meðferð við háþrýstingi og til að draga úr hættu á heilablóðfalli hjá fullorðnum sjúklingum með háþrýsting og þykknun vinstri slegils, staðfest með hjartalínuriti. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Metolazon Abcur, töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg metolazon. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við bjúg vegna nýrnasjúkdóma sem aðrar meðferðir virka ekki á. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Metoprolin, töflur. Hver tafla inniheldur 50 mg eða 100 mg af metaprololtartrati. Lyfið er ætlað til veðferðar við Hjartaöng, háþrýstingi, fyrirbyggjandi meðferð eftir hjartadrepi, (secondary prevention), hjartsláttartruflunum(einkum ofansleglahraðtaktur, gáttatif og aukaslög í sleglum), skjaldvakaeitrun, starfstruflun í hjarta ásamt hjartsláttarónotum og fyrirbyggjandi við mígreni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Relanio, Innöndunarduft í afmældum skömmtum. Hver afmældur skammtur inniheldur 50 míkróg af salmeteroli sem salmeterolxónafóati og 250 míkróg af fluticasonprópíónati eða 50 míkróg af salmeteroli sem salmeterolxínafóati og 500 míkróg af fluticasonprópíónati. Lyfið er ætlað til meðferðar við astma eða langvinnri lungnateppu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Remsima, stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 100 mg af infliximabi. Eftir blöndun inniheldur hver ml 10 mg af infliximabi. Lyfið er ætlað til meðferðar við iktsýki, Crohns sjúkdómi, sáraristilbólgu, hryggikt, sóraliðagigt og psóríasis. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í meltingar- eða gigtarsjúkdómum eða sérfræðinga í húðsjúkdómum vegna samþykktrar ábendingar við húðpsóríasis. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er sjúkrahúslyf.

Dýralyf

Ketodine vet., stungulyf, lausn fyrir hesta, nautgripi og svín. Hver ml lausnar inniheldur 100 mg af ketoprofeni. Lyfið er ætlað til að draga úr hita og verkjum. Lyf sem má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein