Fréttir

Uppfærð frétt - Neo-Mercazol fæst ekki lengur – Carbimazol á undanþágulista

Óskráða lyfið Neo-Mercazole sem notað er við ofvirkum skjaldkirtli og var á undanþágulista fæst ekki lengur. Í staðinn verður annað óskráð lyf, Carbimazol, birt á undanþágulista.

8.1.2014

Óskráða lyfið Neo-Mercazole sem notað er við ofvirkum skjaldkirtli og var á undanþágulista fæst ekki lengur. Annað sérlyf, Carbimazol frá Henning, sem líka inniheldur 5 mg af carbimazóli verður birt á undanþágulista 1. febrúar nk. Leyfilegt hámarksverð lyfsins í smásölu er 2.977 kr.

 

Læknar þurfa að ávísa lyfinu á undanþágulyfseðli eins og Neo-Mercazole en apótekin geta afgreitt það strax eins og það sé nú þegar á undanþágulista. Apótek geta einnig breytt eldri undanþágulyfseðlum þar sem ávísað er Neo-Mercazole í Carbimazol enda sé slíkt gert í samráði við lækni. Eins og almennt gildir um undanþágulyf hefur Lyfjastofnun ekki upplýsingar um þau, sambærilegar við skráð lyf. Parlogis annast heildsöludreifingu lyfsins.

Vörunúmer er 969149.

Til baka Senda grein