Fréttir

Ólögmæt sala á lyfinu „Baby Teething Gel“ í MegaStore

Tafarlaust bann við sölu lyfsins – Lyfjastofnun haldleggur lyfið

10.1.2014

Lyfjastofnun barst vitneskja um að í MegaStore fengist varan „Baby Teething Gel“ sem inniheldur 7,5% benzocain sem er staðdeyfilyf.  Ekkert lyf sem inniheldur benzocain hefur markaðsleyfi á Íslandi.  Bandaríska lyfjastofnunin, FDA, hefur varað við notkun þessa lyfs hjá börnum enda geti það valdið alvarlegum aukaverkunum, sérstaklega hjá börnum yngri en tveggja ára.
 

Lyfjastofnun hefur m.a. það hlutverk samkvæmt lyfjalögum nr. 93/1994 að skera úr um hvort einstök efni eða efnasambönd teljist lyf, ef vafi leikur á, sbr. 2. mgr. 5. gr. lyfjalaga.  Skv. 7. grein sömu laga má einungis flytja til landsins, selja eða afhenda lyf að fengnu markaðsleyfi Lyfjastofnunar.

Til baka Senda grein