Fréttir

Skortur á Vibeden stungulyfi (B12-vítamín) og Betolvex stungulyfi

Betolvex stungulyf sem útvegað var til að bregðast við skorti á Vibeden stungulyfi er ekki lengur fáanlegt en hægt er útvega aðra gerð af B12 vítamíni.

13.1.2014

Tímabundinn skortur er á Vibeden stungulyfi vegna framleiðsluvandamála, sjá frétt á heimasíðu Lyfjastofnunar dags. 29.11.2013. Óskráða lyfið Betolvex sem flutt var inn í staðinn er nú einnig á þrotum. Útvegað hefur verið annað óskráð lyf, Vitamin B12, frá Nycomed Pharma AS, Osló. Lyfið inniheldur cyanocobalamin í vatnslausn til notkunar í vöðva.

Læknar geta ávísað Vitamin B12 1 mg/ml, 5 x 1 ml, með undanþágulyfseðli. Lyfið verður birt á undanþágulista með lyfjaverðskrá 1. febrúar nk.og er nú fáanlegt. Lyfið er G‑merkt og leyfilegt hámarksverð í smásölu er 5.645 kr.

Læknar þurfa að ávísa lyfinu á undanþágulyfseðli en apótekin geta afgreitt það strax eins og það sé nú þegar á undanþágulista. Apótek geta einnig breytt eldri undanþágulyfseðlum þar sem ávísað er Betolvex í Vitamin B12 enda sé slíkt gert í samráði við lækni. Eins og almennt gildir um undanþágulyf hefur Lyfjastofnun ekki upplýsingar um þau, sambærilegar við skráð lyf. Distica hf. annast heildsöludreifingu lyfsins. Vörunúmer er 44 68 56.
Til baka Senda grein