Fréttir

Lyfjastofnun áminnir lyfsöluleyfishafa Borgar Apóteks

Lyfsöluleyfishafi Borgar Apóteks hefur verið áminntur fyrir að auglýsa lyfseðilsskyld lyf.

14.1.2014

Lyfsöluleyfishafinn er áminntur fyrir að hafa auglýst lyfseðilsskyld lyf fyrir almenningi, en það er óheimilt samkvæmt 15. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 328/1995. Lyfsöluleyfishafinn braut einnig gegn 2. mgr. 16. gr. lyfjalaga, en þar kemur fram að lyfjabúðum sé einungis heimilt að auglýsa verð lausasölulyfja, ekki lyfseðilsskyldra lyfja.

 

Í auglýsingu Borgar Apóteks sem birt var í Fréttablaðinu 10.12.2013 var tilgreint verð tveggja lyfseðilsskyldra lyfja. Lyfjastofnun telur það auka alvarleika brotsins að annað lyfseðilsskylda lyfið er ávanabindandi.

Til baka Senda grein