Fréttir

Aukning á fjölda umsókna um markaðsleyfi lyfja fyrir dýr hjá Lyfjastofnun Evrópu.

Sérfræðinganefnd lyfjastofnunar Evrópu hóf mat á 23 umsóknum um markaðsleyfi dýralyfja.

31.1.2014

Á síðastliðnu ári hóf sérfræðinganefnd lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir dýr, CVMP, að meta 23 umsóknir um markaðsleyfi fyrir ný dýralyf. Þetta er tvöföldun frá  árinu 2012. Meirihluti þessara umsókna eru bóluefni.

Sérfræðinganefndin veitti 12 dýralyfjum jákvæða umsögn á árinu 2013, þar á meðal var fyrsta bóluefnið fyrir fyrir gin og klaufaveiki. Af þessum 12 lyfjum sem fengu jákvæða umsögn voru 8 fyrir gæludýr, þar af 5 við sníkjudýrum í hundum og köttum sem sýnir glöggt hversu ört vaxandi lyfjamarkaður fyrir gæludýr er.

Sjá nánar frétt á heimasíðu lyfjastofnunar Evrópu.

Til baka Senda grein