Fréttir

Ný lyf á markað 1. mars 2014

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. mars 2014.

10.3.2014

Rabeprazol Krka , magasýruþolnar töflur. Hver tafla 10 mg eða 20 mg af rabeprazolnatríum, sem jafngildir 9,42 mg eða 18,85 mg af rabeprazoli. Lyfið er ætlað við; virku skeifugarnarsári, virku góðkynja magasári, einkenni bakflæðissjúkdóms í vélinda, með fleiðrum eða sárum, langtíma meðferð við bakflæðissjúkdómi í vélinda (viðhaldsmeðferð), meðferð við einkennum miðlungi mikils til alvarlegs bakflæðissjúkdóms í vélinda, Zollinger-Ellison heilkenni, til að uppræta Helicobacter pylori. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Zalatine , filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg eða 20 mg af memantínhýdróklóríði, sem samsvarar 8,31 mg eða 16,62 mg af memantini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá sjúklingum sem haldnir eru miðlungs til alvarlegum Alzheimers-sjúkdómi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

SmofKabiven, innrennslislyf, fleyti. Lyfið er í þriggja hólfa poka. Eitt hólf inniheldur amínósýrulausn með blóðsöltum, annað glúkosu 42% og það þriðja fitufleyti. Lyfið er ætlað sem nærin í æð. Lyfið er sjúkrahúslyf.

Baycox Sheep vet., mixtúra, dreifa. Hver ml inniheldur 50 mg af toltrazurili. Lyfið er ætlað sauðfé (lömbum), fyrirbyggjandi gegn klínískum einkennum hníslasóttar og til að minnka útskilnað hníslanna með saur hjá lömbum á sauðfjárbúum með staðfesta sögu um hníslasótt af völdum Eimeria crandallis og Eimeria ovinoidalis. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Cydectin TriclaMox, mixtúra lausn. Hver ml inniheldur 50 mg af triclabendazóli og 1 mg af moxidectini. Lyfið er ætlað sauðfé til meðferðar við blönduðum þráðorma- og ögðusýkingum sem næmar eru fyrir moxidectini og triclabendazóli. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Procamidor vet., stungulyf, lausn. Hver tafla inniheldur 20 mg af prókaínhýdróklóríð sem jafngildir 17,3 mg af prókaíni. Lyfið má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur (D). Lyfið er lyfseðilsskylt.

VetZin, forblanda fyrir lyfjablandað fóður. Lyfið inniheldur 1.000 mg/g af zinkoxíði.  Lyfið er ætlað grísum allt að 10 vikna gömlum sem hættir eru á spena til að koma í veg fyrir niðurgang. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein