Fréttir

Dýralyfjafréttir - Fréttabréf um dýralyf

Fréttabréf um dýralyf og fleira birt á vef Lyfjastofnunar

17.3.2014

Lyfjastofnun gefur nú út 1. tölublað Dýralyfjafrétta. Það er von stofnunarinnar að með slíku fréttabréfi sé að nokkru brugðist við ábendingum frá dýralæknum um að þeim berist ekki nægar upplýsingar, m.a. um breytingar sem verða á viðurkenndum upplýsingum um dýralyf. Þá er einnig ætlunin að nýta fréttabréfið til að vekja athygli á ýmsu því sem varðar dýralyf og tengist Lyfjastofnun með einum eða öðrum hætti.

Ekki verður um að ræða reglulega útgáfu fréttabréfs, heldur verður það gefið út eftir því sem efni og aðstæður leyfa.

1. tbl. Dýralyfjafrétta, mars 2014.

Til baka Senda grein