Fréttir

Innköllun á Mianserin Mylan 10 mg töflum, vnr 04 18 98

Athugið að innköllunin á aðeins við um lotu 90002818 sem hefur rangan límmiða. Lotunúmerið kemur fram á öðrum enda ytri pakkninganna.

24.3.2014

Ástæða innköllunarinnar er sú að rangur límmiði með íslenskum áletrunum var notaður við endurmerkingu lyfsins. Í stað límmiða fyrir Mianserin Mylan 10 mg var pakkningin merkt með íslenskum límmiða fyrir Mianserin Mylan 30 mg.
 

Athugið að innköllunin á aðeins við um lotu 90002818 sem hefur rangan límmiða.  Lotunúmerið kemur fram á öðrum enda ytri pakkninganna.  Engir gallar hafa fundist á öðrum lotum af þessu lyfi.  Dæmi um ranglega merktu umbúðirnar sést hér fyrir neðan.

Þeim, sem hafa lyf úr þessari tilteknu lotu af Mianserin Mylan 10 mg töflum í fórum sínum, er bent á að skila því í næstu lyfjabúð og fá nýjan pakka af lyfinu. 

Vörunúmer Heiti lyfs Lotunúmer
04 18 98 Mianserin Mylan 10 mg filmuhúðuð tafla 90002818

Tekið skal fram að ekkert er athugavert við lyfið sjálft, heldur er gallinn einskorðaður við rangan límmiða á umbúðum þessarar einu lotu fyrir 10 mg styrkleika.

Til baka Senda grein