Fréttir

Ný lyf á markað 1. apríl 2014

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markaði 1. apríl 2014.

4.4.2014

Alvofen Express, mjúk hylki. Hvert mjúkt hylki inniheldur 400 mg af íbúprófeni. Lyfið er ætlað til notkunar hjá fullorðnum og börnum eldri en 12 ára til meðferðar gegn einkennum gigtar- eða vöðvaverkja, bakverks, taugaverkja, mígrenis, höfuðverks, tannverks, tíðaþrauta, kvefs með hita og inflúensu. Lyfið er selt án lyfseðils.
 
Candesartan Aspen, töflur. Hver tafla inniheldur 4 mg, 8 mg eða 16 mg af kandesartan-sílexetíli. Hjálpaerefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við háþrýstingi hjá fullorðnum (essential hypertension) og til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með hjartabilun og skerta slagbilsstarfsemi vinstra slegils sem viðbótarmeðferð samhliða notkun ACE-hemla eða þegar sjúklingur þolir ekki ACE-hemla. Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

Candesartan/ Hydrochlorothiazide Navamedic, töflur. Hver tafla inniheldur 16 mg af candesartancilexetili og 12,5 mg hýdróklórtíazíði. Hjálparefni með þekkt áhrif er mjólkursykurseinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á háþrýstingi hjá fullorðnum sjúklingum þegar meðferð með einu lyfi hefur ekki reynst nægileg. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ciqorin, mjúk hylki. Hvert hylki inniheldur 10 mg, 25 mg, 50 mg eða 100 mg af ciclosporini. Hjálparefni með þekkta verkun er etanól og sorbitól. Lyfinu er ætlað að koma í veg fyrir höfnun í kjölfar líffæraígræslu og einnig til meðferðar við nýrungaheilkenni, iktsýki, soriasis og alvarlegri ofnæmishúðbólgu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Denise, töflur. Hver tafla inniheldur 150 míkrógrömm af desogestreli og 20 míkrógrömm af ethinylestradioli. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er getnaðarvarnarlyf til inntöku. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Desloratadine ratiopharm, munndreifitöflur. Hver tafla inniheldur 5 mg af desloratadini. Hjálparefni með þekkta verkun eru aspartam og mannitól. Lyfið er ætlað til að draga úr einkennum ofnæmisnefkvefs og ofsakláða. Lyfið er selt án lyfseðils.

Lerkanidipin Actavis, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg eða 20 mg af lerkanidipín hýdróklóríði, sem samsvarar 9,4 mg af lerkanidipíni. Hjálparefni með þekkta verkun er mjólkursykureinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við vægum til meðal háum háþrýstingi (essential hypertension). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Mirtazapine Bluefish, munndreifitöflur. Hver munndreifitafla inniheldur 15 mg, 30 mg eða 45 mg af mirtazapini. Hjálparefni með þekkt áhrif er aspartam. Lyfið er ætlað til meðferðar við alvarlegu þunglyndi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Modigraf, mixtúrukyrni, dreifa. Hver skammtapoki inniheldur 0,2 mg eða 1 mg af takrólímus. Hjálparefni með þekkt áhrif er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar gegn líffærahöfnun hjá ósamgena nýrna-, lifrar-, og hjartaþegum, börnum og fullorðnum og við meðferð gegn höfnun eftir ósamgena ígræðslu hjá fullorðnum og börnum sem ekki svara meðferð með öðrum ónæmisbælandi lyfjum. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga sem hafa reynslu af meðferð sjúklinga eftir líffæraígræðslu.

Montelukast Navamedic, tuggutöflur. Hver tuggutafla inniheldur 4,16 mg eða 5,2 mg af natríum montelúkast, sem jafngildir 4 mg eða 5 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkt áhrif er aspartam. Lyfið er ætlað til meðferðar við astma sem viðbótarmeðferð hjá 6-14 ára sjúklingum sem hafa vægan eða miðlungsmikinn viðvarandi astma, þegar meðferð með innúðabarksterum er ekki fullnægjandi og þegar notkun stuttverkandi örva „eftir þörfum“ veitir ekki fullnægjandi klíníska meðferð við astma. Lyfið er einnig meðferðarkostur, í stað lágskammta innúðabarkstera, fyrir 6 til 14 ára sjúklinga með vægan viðvarandi astma sem hafa ekki nýlega sögu um alvarleg barksterakrefjandi astmaköst, og hafa sýnilega ekki getað notað innúðabarkstera. Lyfið er einnig ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar á astma frá 6 til 14 ára aldri þegar aðallega er um berkjusamdrátt við áreynslu að ræða. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Montelukast Navamedic, töflur. Hver tafla inniheldur 10,4 mg af motelúkastnatríum, sem samsvarar 10 mg af montelúkasti. Lyfið er ætlað til meðferðar við astma sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum sem hafa vægan eða miðlungsmikinn viðvarandi astma, þegar meðferð með innúðabarksterum er ekki fullnægjandi og þegar notkun stuttverkandi örva „eftir þörfum“ veitir ekki fullnægjandi klíníska meðferð við astma. Lyfið getur einnig dregið úr einkennum árstíðabundinnar ofnæmisbólgu í nefi hjá astmasjúklingum sem mælt er með að noti lyfið. Lyfið er einnig ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar á astma þegar aðallega er um berkjusamdrátt við áreynslu að ræða. Lyfið er ætlað til meðferðar fyrir unglinga og fullorðna 15 ára og eldri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Pramipexole Accord, töflur. Hver tafla inniheldur 1,0 mg af pramipexól tvíhýdróklóríð einhýdrati sem jafngildir 0,7 mg af pramipexóli. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar á einkennum Parkinsonsveiki (idiopathic Parkinson's disease), einar sér (án levódópa) eða í samsetningu með levódópa, þ.e. allan sjúkdómsferilinn og fram á seinni stig þegar áhrif levódópa dvína eða verða óstöðug og lyfhrif verða sveiflukennd („end of dose“ eða „on off“ sveiflur). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Procoralan, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg eða 7,5 af ivabradini. Lyfið er ætlað til meðferðar við einkennum langvarandi áreynsluhjartaangar vegna kransæðasjúkdóms hjá fullorðnum með eðlilegan sínustakt. Einnig til meðferðar við langvinnri hjartabilun. Lyfið er lyfseðilssksylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í hjartasjúkdómum.

Relvar Ellipta, innöndunarduft, afmældir skammtar. Hver stök innöndun gefur skammt sem er 92 míkróg eða 184 míkróg af flútíkasón fúróati og 22 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat). Lyfið er ætlað til notkunar við reglulega astmameðferð hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri þegar notkun samsetts lyfs (langverkandi beta2-örva og barkstera til innöndunar) á við. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Repaglinide Accord, töflur. Hver tafla inniheldur 0,5 mg eða 1 mg af repaglíníði. Lyfið er ætlað til meðferðar á sykursýki tegund 2 hjá fullorðnum þegar ekki er lengur hægt að hafa viðunandi stjórn á blóðsykri með mataræði, megrun og líkamsþjálfun. Lyfið er einnig hægt að nota samhliða metformíni hjá fullorðnum með sykursýki tegund 2, þegar viðunandi blóðsykursstjórn hefur ekki náðst með metformíni einu sér. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sedaman vet, stungulyf, lausn. Lyfið er ætlað hrossum og nautgripum til meðferðar við magnesíumskorti við graskrampa (grass tetany) og doða (milk fever). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Tivicay, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur dolutegravír natríum sem jafngildir 50 mg af dolutegravíri. Lyfið er ætlað til samsettrar andretróveirumeðferðar gegn HIV-sýkingu(Human Immunodeficiency Virus) hjá fullorðnum og unglingum eldri en 12 ára. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin sérfræðingum í smitsjúkdómum.

Venlafaxine Bluefish, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur venlafaxinhýdróklóríð, sem samsvarar 37,5 mg, 75 mg eða 150 mg af venlafaxini. Lyfið er ætlað til meðferðar við alvarlegum þunglyndislotum, við almennri kvíðaröskun, félagsfælni og felmtursröskun með eða án víðáttufælni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein