Fréttir

Sala lyfja við ofvirkni og athyglisbresti eykst alls staðar á Norðurlöndum

Sala á Íslandi ríflega tvöfalt meiri en í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð.

23.4.2014

Sala lyfja sem notuð eru við ofvirkni og athyglisbresti, ADHD,  er mest hér á landi af öllum Norðurlöndum. Á árinu 2013 var notkun lyfja með virka efninu methylfenidati 19,5 skilgreindir dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er notkunin um 8 skilgreindir dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag. Í Finnlandi er notkunin minnst eða innan við tveir skilgreindir dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag.
 
 
Heildarkostnaður við þessi lyf á smásöluverði með vsk. var 850 milljónir króna á árinu 2013 þar af var kostnaður sjúkratrygginga 682 millj. króna. Ef notkun hér á landi væri með svipuðum hætti og í Danmörku, Svíþóð og Noregi, myndi heildarkostnaður lækka um 500 milljónir króna á ári.
 
Til baka Senda grein