Fréttir

Ný lyf á markað 1. maí 2014

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. maí 2014.

6.5.2014

Allonol, töflur. Hver tafla inniheldur 100 mg af allopurinoli. Lyfið er ætlað til meðferðar við þvagsýrugigt. Lyfið er lyfseðilsskilt.

Alpoxen, töflur. Hver tafla inniheldur 250 mg eða 500 mg af naproxeni. Lyfið er ætlað við gigtasjúkdómum, tíðaverkjum, mígreniköstum og vægum til miðlungsalvarlegum verkjum. Lyfið er lyfseðilsskylt en heimilt er að selja takmarkað magn þess í lausasölu sbr. pakkningu merkta L. Mest 20 stk. (250 mg töflur) handa einstaklingi.

Anastrozole Teva, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 1 mg af anastrozoli. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við langt gengnu hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini eða sem viðbótarmeðferð. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Antistina Privin, augndropar, lausn. Hver ml inniheldur antazolinsúlfat 5 mg og nafazolinnítrat 0,25 mg. Lyfið er ætlað til tímabundinnar meðferðar við einkennum ofnæmistárubólgu, þ.m.t. blóðsókn til táru, tárubólgu og kláða, hjá fullorðnum og börnum eldri en 5 ára. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Memantine Alvogen, munndreifitöflur. Hver munndreifitafla inniheldur 5 mg eða 10 mg af memantínhýdróklóríði sem samsvarar 4,15 mg eða 8,31 af memantíni. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat og aspartam. Lyfið er ætlað fullorðnum sjúklingum sem haldnir eru miðlungs til alvarlegum Alzheimers-sjúkdómi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Mifepristone Linepharma, töflur. Hver tafla inniheldur 200 mg af mífepristóni. Lyfinu er ætlað að eyða fóstri í legi með lyfi samhliða meðferð með prostaglandínhliðstæðu allt að 63 dögum eftir fyrsta dag síðustu blæðinga. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í kvensjúkdómum

Plasmalyte, innrennslislyf, lausn. Lyfið inniheldur natríum, kalíum, magnesíum, klóríð, asetat og glúkonat jónir. Lyfið er ætlað sem vökvauppbót eftir skuðaðgerðir, við blæðingarlost eða við efnaskiptablóðsýringu. Lyfið er sjúkrahúslyf.

Risperidon Krka, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 0,5 mg, 1 mg, 2 mg, 3 mg, eða 4 mg af risperidoni. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar á geðklofa, miðlungi miklum til alvarlegum geðhæðarlotum sem tengjast geðhvarfasýki og til einkennameðferðar til skamms tíma á þrálátri árásargirni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Leucofeligen FeLV/RCP, frostþurrkað stungulyf, dreifa. Lyfið er bóluefni, ætlað köttum við kattakvefi, kattafári og kattaflensu. Lyfið inniheldur lifandi deifðar veirur. Lyfið er lyfseðilsskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur (D).

Panacur PetPaste, pasta til inntöku. Eitt gramm af pasta til inntöku inniheldur 187,50 mg af fenbendazóli. Hjálparefni er metýl-4-hýdroxýbenzóat (E 218) og própýl-4-hýdroxýbenzóat (E 216). Lyfið er ætlað hundum og köttum til meðferðar gegn sýkingum með hringormum í meltingarvegi kettlinga, fullvaxinna katta, hvolpa og hunda. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Pexion, töflur. Hver tafla inniheldur 100 mg eða 400 mg af imepitoin. Lyfið er ætlað hundum til þess að draga úr tíðni alfloga vegna flogaveiki af óþekktum uppruna eftir vandlegt mat á öðrum meðferðarúrræðum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Prascend, töflur. Hver tafla inniheldur 1,0 mg af pergólíði sem pergólíðmesýlati 1,31 mg. Lyfið er ætlað hestum sem ekki eru ætlaðir til manneldis við einkennameðferð við klínískum einkennum sem tengjast truflun á starfsemi í miðhluta dinguls (Pituitary Pars Intermedia Dysfunction (PPID)), (Cushingssjúkdómi). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ypozane, töflur. Hver tafla inniheldur 1,875 mg, 3,75 mg, 7,5 mg eða 15 mg af osateron acetat. Lyfið er ætlað karlkyns hundum við meðferð á góðkynja stækkun blöðruhálskirtils hunda. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein