Fréttir

Nýjar leiðbeiningar um notkun lyfja sem innihalda domperidon

Á Íslandi er ekkert lyf með markaðsleyfi með virka efninu domperidon en lyfið Motilium hefur verið flutt inn á undanþágu.

9.5.2014

Lyf með virka efninu domperidon eru markaðssett í mörgum löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Á Íslandi er ekkert lyf með markaðsleyfi með þessu virka efni. Lyfið Motilium, sem inniheldur  domperidon, hefur verið flutt inn á undanþágu. Lyfið er ætlað til meðferðar við ógleði, uppköstum og bakflæði hjá börnum og fullorðnum.
 

Sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, PRAC, telur að takmarka eigi notkunarsvið lyfsins, minnka skammta og stytta notkunartímabil. Ávinningurinn af notkun lyfsins sé þó enn meiri en áhættan.

Nefndin leggur til að  lyf sem innihalda domperidon skuli áfram vera á markaði á Evrópska efnahagssvæðinu til notkunar við ógleði og uppköstum en hámarks dagskammtur fyrir fullorðna og börn yfir 35 kg skuli ekki fara yfir 10 mg þrisvar á dag um munn og 30 mg tvisvar á dag í endaþarm. Fyrir börn undir 35 kg er hámarks dagskammtur um munn  0,25 mg fyrir hvert  kg líkamsþyngdar þrisvar á dag. Ekki er mælt með að lyfið sé notað lengur en viku í senn.

Sjá fréttatilkynningu EMA

Til baka Senda grein