Fréttir

Bréf til heilbrigðisstarfsfólks (DHPC) – Nýjar öryggisupplýsingar um  Invirase (saquinavir)

Þessu bréfi er ætlað að ítreka þörf fyrir eftirlit með hjartarafriti eftir upphaf meðferðar með saquinavíri/rítonavíri og ráðlagða tímasetningu þess.

20.5.2014

Áður var ráðlagt að taka hjartarafrit af sjúklingum þegar 3-4 dagar væru liðnir af meðferð með Invirase, á grundvelli þess hvenær lenging QT af völdum saquinavírs næði hámarki hjá sjúklingum sem hefja meðferð með fullum skömmtum, sem nema 1000/100 mg tvisvar á dag.
 
Ný rannsókn hefur hins vegar sýnt að hámarkslenging QT með nýrri meðferðaráætlun sem nú er ráðlögð kemur fram á 10. degi. Því hefur ráðleggingum um tímasetningu eftirfylgni með hjartarafriti verið breytt.
 

Markaðsleyfishafi lyfsins hefur sent bréf til heilbrigðisstarfsfólks með nánari upplýsingum um breytinguna og ráðleggingarnar og er hægt að skoða það hér.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsfólks

Til baka Senda grein