Fréttir

Ný lyf á markað 1. júní 2014

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. júní 2014.

3.6.2014

Carprofelican, stungulyf, lausn. Hver ml inniheldur karprófen 50 mg. Hjálparefni  með þekkta verkun er benzýlalkóhól (E1519). Lyfið er ætlað hundum og köttum til að draga úr verkjum og bólgu eftir aðgerðir. Lyfið er lyfseðilsskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur.

Clarithromycin ratiopharm, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 250 mg eða 500 mg af clarithromycini. Hjálparefni  með þekkta verkun eru tartrasín (E102) og allúra rautt (E129). Clarithromycin er ætlað til notkunar við eftirfarandi sýkingum af völdum næmra lífvera: Kokbólgu af völdum baktería, bráðri skútabólgu, bráðri versnun langvinnrar berkjubólgu, lungnabólgu sem smitast utan sjúkrahúss, sýkingum í húð og mjúkvef og til að uppræta H. pylori. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Eplerenone Portfarma, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 25 mg af eplerenóni. Eplerenón er ætlað til notkunar til viðbótar hefðbundinni meðferð, þ.m.t. beta-blokkum, til að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum og til að draga úr líkum á dauðsföllum vegna þeirra hjá fullorðnum sjúklingum með hjartabilun í slagbilsvanstarfsemi vinstra slegils. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ferinject, stungulyf/innrennslislyf, lausn.  Hver ml af lausn inniheldur 50 mg járns í formi járn-karboxýmaltósa. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á járnskorti þegar lyfjablöndur sem innihalda járn og ætlaðar eru til inntöku eru gagnslausar eða ónothæfar. Lyfið er lyfseðilsskylt og er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu.

Kadcyla, stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Hvert 100 mg einnota hettuglas með stofni fyrir innrennslisþykkni, lausn, gefur 5 ml af 20 mg/ml lausn af trastuzúmab emtansíni eftir blöndun og hvert 160 mg einnota hettuglas með stofni fyrir innrennslisþykkni, lausn, gefur 8 ml af 20 mg/ml lausn af trastuzúmab emtansíni eftir blöndun. Lyfið er ætlað sem einlyfjameðferð hjá fullorðnum sjúklingum með HER2 jákvætt, óskurðtækt, langt gengið staðbundið brjóstakrabbamein eða brjóstakrabbamein með meinvörpum, sem áður hafa fengið trastuzúmab og taxanlyf, hvort í sínu lagi eða saman. Lyfið er lyfseðilsskylt og er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Ramipril ratiopharm, töflur. Hver tafla inniheldur 2,5 mg, 5 mg eða 10 mg af ramiprili. Hjálparefni  með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við háþrýstingi og til að draga úr sjúkdómseinkennum í hjarta og æðum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Stivarga, filmuhúðuðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 40 mg af regorafenibi. Hjálparefni  með þekkta verkun er lesitín. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með krabbamein í ristli eða endaþarmi með meinvörpum og hafa áður fengið tiltækar meðferðir. Lyfið er lyfseðilsskylt og er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Valaciclovir Bluefish, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur valaciclovirhýdróklóríðeinhýdrat, sem jafngildir 500 mg af valacicloviri. Lyfið er ætlað til meðferðar við ristli (herpes zoster) hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein