Fréttir

Ný lyf á markað 1. janúar 2015

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. janúar 2015

7.1.2015

Bemfola, stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapennum. Hver ml lausnar inniheldur 600 a.e. (jafngildi 44 míkrógramma) af follítrópín alfa. Hver áfylltur lyfjapenni inniheldur 0,125 ml, 0,25 ml, 0,375 ml, 0,50 ml, eða 0,75 ml. Lyfið er ætlað við egglosvandamálum hjá fullorðnum konum og til örvunar sæðisframleiðslu hjá fullorðnum karlmönnum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti (merkt svarta þríhyrningnum) til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp og sérfræðinga í innkirtlasjúkdómum.

Inflectra, stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Eitt hettuglas inniheldur 100 mg af infliximabi. Eftir blöndun inniheldur hver ml 10 mg af infliximabi. Lyfið er ætlað við iktsýki, Crohns sjúkdómi hjá börnum og fullorðnum, sáraristilbólgu hjá fullorðnum, börnum og unglingum, hryggikt, sóraliðagigt og psoriasis. Lyfið er undir sérstöku eftirliti (merkt svarta þríhyrningnum) til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í meltingasjúkdómum, gigtarsjúkdómum, ónæmisfræði, augnlækningum eða sérfræðinga í húðsjúkdómum vegna samþykktrar ábendingar við húðpsóríasis. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Medikinet, töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg, 10 mg eða 20 mg af methylphenidathýdróklóríði. Lyfið er ætlað til notkunar sem hluti af víðtækri meðferðaráætlun við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum, 6 ára og eldri. Lyfið er eftirritunarskylt.

Medikinet CR, hörð hylki með breyttan losunarhraða. Hvert hylki inniheldur: 5 mg, 10 mg, 20 mg, 30 mg, 40 mg, 50 mg eða 60 mg af methylphenidathýdróklóríði. Lyfið er ætlað til notkunar sem hluti af víðtækri meðferðaráætlun við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum, 6 ára og eldri. Lyfið er eftirritunarskylt.

Mirtazapin Krka, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 15 mg eða 30 mg af mirtazapini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað við alvarlegu þunglyndi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Simbrinza, augndropar, dreifa. Hver ml af dreifu inniheldur 10 mg brínzólamíð og 2 mg brimonidintartrati. Lyfið er ætlað til að lækka augnþrýsting (IOP) hjá fullorðnum með gleiðhornsgláku eða háan augnþrýsting þegar ekki næst tilætluð lækkun augnþrýstings með einu lyfi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Therimin Honung&Citron, mixtúruduft, lausn í skammtapokum. Hver skammtapoki inniheldur parasetamól 500 mg. Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar við verkjum og eða hita, t.d. vægum eða meðalmiklum verkjum og hita í tengslum við kvef og flensu, höfuðverk, vöðva- og liðverkjum, tannverk og tíðaverk. Lyfið er ætlað fullorðnum og unglingum, 12 ára og eldri. Lyfið er selt án lyfseðils.

Travoprost Portfarma, augndropar, lausn. Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Hjálparefni með þekkta verkun er benzalkónklóríð og makrógól- glýserólhýdroxýsterat. Lyfið er ætlað til að lækka augnþrýsting hjá sjúklingum með háan augnþrýsting eða gleiðhornsgláku. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista.

Til baka Senda grein