Fréttir

Ársskýsla Lyfjastofnunar 2014 er komin á vefinn

Í inngangi skýrslunnar stiklar forstjóri Lyfjastofnunar, Rannveig Gunnarsdóttir, yfir 15 ára sögu stofnunarinnar.

29.1.2015

"Starfsmenn Lyfjastofnunar voru í upphafi um 20 en eru núna 60. Stofnunin hefur verið í sífelldri þróun frá upphafi, verkefnin hafa vaxið og ný verkefni bæst við."

Í lokaorðum inngangsins segir Rannveig:

"Við starfslok kveð ég Lyfjastofnun með stolti. Hér hefur verið gott að vinna með góðu fólki, byggja upp og þróa nýja starfsemi með frábærum samstarfsmönnum. Eftir stendur stofnun sem hefur vaxið bæði í verkefnum og veltu og skilar góðu starfi í samræmi við gildin okkar „Gæði - Traust - Þjónusta“. Ég þakka starfsmönnum fyrir samstarfið öll þessi ár."

Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2014

Til baka Senda grein