Fréttir

Ný lyf á markað 1. mars 2015

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. mars 2015

9.3.2015

Aripiprazol Krka, töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg, 10 mg, 15 mg eða 30 mg af aripiprazoli. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósu einhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar á geðklofa hjá fullorðnum og unglingum, 15 ára og eldri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Atozet, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg ezetimíb og 10, 20, 40 eða 80 mg atorvastatíni. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað sem viðbótarmeðferð við sérhæft mataræði hjá fullorðnum með frumkomna kólesterólhækkun eða blandaða blóðfituhækkun (mixed hyperlipidaemia), þegar notkun samsetts lyfs á við. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Clavubactin vet., töflur. Hver tafla inniheldur amoxisillín 50 mg klavúlansýru 12,5 mg eða amoxisillín 250 mg klavúlansýru 62,5 mg.

Glinor, nefúði, lausn. Hver skammtur inniheldur 5,2 mg af natríumcromoglicati. Lyfið inniheldur hjálparefnið benzalkonklóríð. Lyfið er ætlað við ofnæmisbólgum í nefi bæði árstíðabundnum og viðvarandi. Lyfið er selt án lyfseðils.

Pregabalin Krka, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 25 mg, 75 mg,  eða 150 mg af pregabalini. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á taugaverkjum, flogaveiki og almennri kvíðaröskun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sevoflurane Piramal, innöndunargufa, vökvi. Fullbúið lyf inniheldur aðeins virka innihaldsefnið sevóflúran. Lyfið er ætlað til Innleiðslu og viðhaldi svæfingar hjá fullorðnum og börnum á öllum aldri, einnig fullburða nýburum. Lyfið er sjúkrahúslyf.

Solifenacin Actavis, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg eða 10 mg af sólifenacínsúkkínati. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar á einkennum bráðs þvagleka og/eða tíðum þvaglátum ásamt bráðri þvaglátaþörf, sem getur komið fram hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Zodediab, töflur með breyttan losunarhraða. Hver 30 mg tafla með breyttan losunarhraða inniheldur 30 mg af glíklazíði. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar við insúlínóháðri sykursýki (gerð 2) hjá fullorðnum, þegar breytt mataræði, hreyfing og þyngdartap ein sér nægja ekki til þess að til að hafa stjórn á blóðsykri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein