Fréttir

Amoxicillin Sandoz mixtúra á undanþágulista

Búist er við tímabundnum skorti á óskráða lyfinu Amoxicillin AL mixtúrukyrni sem birt er á undanþágulista.

31.3.2015

Annað sérlyf, Amoxicillin Sandoz, sem inniheldur amoxicillin 50 mg/ml verður birt á undanþágulista 1. apríl nk. Glasið inniheldur 100 ml eftir blöndun. Leyfilegt hámarksverð lyfsins í smásölu er 3.979 kr.

Læknar þurfa að ávísa lyfinu á undanþágulyfseðli eins og Amoxicillin AL en apótekin geta afgreitt það strax. Apótek geta einnig breytt eldri undanþágulyfseðlum þar sem ávísað er Amoxicillin AL í Amoxicillin Sandoz í samráði við lækni. Vörunúmer er 969438.
Til baka Senda grein