Fréttir

Upplýsingar til apóteka - Remifentanil Actavis

Remifentanil Actavis 5 mg,  stofn fyrir stungulyfs-/innrennslisþykkni, lausn 5 hgl. í finnskum pakkningum.

7.4.2015

Lyfjastofnun hefur veitt heimild til sölu Remifentanil Actavis 5 mg 5 hgl. í finnskum pakkningum með öðru norrænu vörunúmeri á ytri umbúðum en er í lyfjaskrám.

Vörunúmer í finnskum pakkningum er 55 67 65 og kemur í stað 38 82 78 - Remifentanil Actavis - 5 mg - stofn fyrir stungulyfs-/innrennslisþykkni, lausn – 5 hgl.

Lyfjastofnun vill vekja athygli á að samkvæmt upplýsingum frá Actavis munu pakkningar verða seldar á því norræna vörunúmeri sem er í lyfjaskrám og málið kynnt vel fyrir viðskiptavinum.

Til baka Senda grein