Fréttir

Ný lyf á markað 1. apríl 2015

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. apríl 2015

8.4.2015

Lysodren, töflur. Hver tafla inniheldur 500 mg af mítótani. Lyfið er ætlað til meðferðar á einkennum langt gengins (óskurðtæks, með meinvörpum eða afturhvarfs-) þekjuvefskrabbameins í nýrnahettuberki (adrenal cortical carcinoma). Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Metoprololsuccinat Hexal, forðatöflur. Hver forðatafla inniheldur 25 mg, 50 mg, 100 mg eða 200 mg af metoprololtartrati sem succinati. Lyfið er ætlað við háþrýstingi, hjartaöng, hjartsláttartruflunum aðallega ofansleglahraðsláttur, sem fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum hjartasjúkdóma og endurtekið drep eftir brátt hjartadrep. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sevelamercarbonat W&H, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 800 mg sevelamerkarbónat. Lyfið er ætlað til að hafa hemil á blóðfosfatsóhófi hjá fullorðnum sjúklingum í blóðskilun eða kviðskilun eða með langvinnan nýrnasjúkdóma. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Zovand, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg zolpidemtartrat. Lyfið er ætlað við skammtímameðferð við svefnleysi. Lyfið er lyfseðilsskylt og merkt rauðum aðvörunarþríhyrningi. Hámarksmagn sem ávísa má með lyfseðli eru 30 töflur.

Aniketam vet, stungulyf, lausn. Hver ml inniheldur 100 mg af ketamíni. Lyfið er ætlað hundum, köttum, nautgripum, sauðfé, geitum, hestum, svínum, naggrísum, hömstrum, kanínum, rottum og músum. Lyfið er ætlað  til slævinga og svæfinga. Lyfið má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur. Lyfið er lyfseðilsskylt og eftirritunaskylt.

Dectomax, stungulyf, lausn. Hver ml inniheldur doramectin 10 mg. Lyfið er ætlað nautgripum, sauðfé og svínum. Lyfið er ætlað til meðferðar við og til að útrýma sýkingum af völdum þráðorma í meltingarvegi, lungum og augum, brimsuflugu (warbles), lúsa, kláðamítla og stórmítla (ticks). Lyfið má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein