Fréttir

Árið 2015 markar tímamót í evrópskri lyfjasögu

Fimmtíu ár eru liðin frá því að fyrsta evrópska lyfjalöggjöfin var samþykkt.

13.4.2015

Fyrsta tilskipun Evrópusambandsins um lyfjamál,  tilskipun 65/65/EEC, var samþykkt af aðildarríkjunum árið 1965.

Kveikjan að því að sambandið beitti sér fyrir sameiginlegri löggjöf í lyfjamálum var talidomid-málið en lyfið talidomid hafði verið markaðsett í Evrópulöndum við morgunógleði barnshafandi kvenna. Lyfið reyndist valda fósturskemmdum og þúsundir barna í Evrópu fæddust vansköpuð.

Til að minnast 50 ára sögu evrópskrar löggjafar um lyfjamál mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins standa fyrir ráðstefnu í Brussel 28. september nk. Lyfjastofnun hyggst einnig minnast þessara tímamóta á árinu.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt sögulegt flæðirit sem sýnir helstu áfanga í evrópskri lyfjalöggjöf og lyfjameðferð sem náðst hafa sl. 50 ár.

Til baka Senda grein