Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu, EMA, 20 ára

Lyfjastofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa með sér víðtækt samstarf á sviði lyfjamála og er Lyfjastofnum Evrópu, sem hefur aðsetur í London, helsti vettvangur þess samstarfs.

20.4.2015

Í ár eru 20 ár liðin síðan stofnun Evrópusambandsins um lyfjamál, Lyfjastofnun Evrópu, EMA, (European Medicines Agency), var sett á laggirnar. Stofnuninni var m.a. ætlað að tengja saman lyfjastofnanir aðildarríkja Evrópusambandsins og samræma þróun nýrra lyfja með tilliti til gæða, virkni og öryggis. Þá er EMA einnig ætlað að veita fyrirtækjum í lyfjaiðnaði hágæða vísindalega ráðgjöf og jafnframt að stuðla að neytendavernd.  

Með aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið varð Ísland ásamt Noregi og Liechtenstein aðili að þessu samstarfi og hefur Ísland tekið þar virkan þátt frá upphafi.

Nú starfa 7 vísindanefndir og yfir 30 undirnefndir þeirra á vegum EMA. Ísland tekur þátt í þeirri vinnu.

Í tilefni afmælisins hefur EMA gefið út veglegt afmælisrit.

Lyfjastofnun hyggst einnig minnast þessara tímamóta á árinu.


Til baka Senda grein