Fréttir

Tímabundin undanþága fyrir Pentavac í spænskum pakkningum

Til að koma í veg fyrir skort hefur Lyfjastofnun veitt heimild til sölu lyfsins Pentavac, stungulyfsstofn og leysir, dreifa í spænskum pakkningum.

20.4.2015

Ytri umbúðir verða merktar með límmiða með íslenskri áletrun og íslenskur fylgiseðill mun fylgja hverri pakkningu. Innri umbúðir eru hinsvegar á spænsku. Icepharma hefur sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna þar sem gerð er grein fyrir undanþágunni og jafnframt kemur þar fram að um sama lyf sé að ræða og hefur útgefið markaðsleyfi á Íslandi og þýðing á spænskum texta á innri umbúðum.

Vörunrúmer lyfsins er 37 45 27  Pentavac  stungulyfsstofn og leysir, dreifa  0,5 ml x 1 hgl. og 1 áf. sprauta + 2 aðskildar nálar.

Samkvæmt upplýsingum frá Icepharma verður ofangreind pakkning tilbúin til dreifingar í fyrri hluta þessarar viku.

Til baka Senda grein