Fréttir

Ný lyf á markað 1. maí 2015

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. maí 2015.

11.5.2015

Duloxetin Krka, magasýruþolin hörð hylki. Hvert magasýruþolið hart hylki inniheldur 30 mg eða 60 mg af duloxetini (sem duloxetinhýdróklóríð). Lyfið er ætlað til meðferðar á alvarlegu þunglyndi (major depressive disorder), útlægum taugaverkjum vegna sykursýki og við almennri kvíðaröskun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Methylthioninium chloride Proveblue, stungulyf, lausn. Hver 2 ml lykja inniheldur 10 mg af metýltíóníníumklóríði (5 mg/ml). Lyfið er ætlað við bráðameðferð við einkennum methemóglóbíndreyra af völdum lyfja eða annarra efna. Lyfið er ætlað fullorðnum, börnum og unglingum (á aldrinum 0 til 17 ára). Lyfið er sjúkrahúslyf.

Quetiapin ratiopharm, forðatöflur. Hver forðatafla innheldur 50 mg, 200 mg, 300 mg eða 400 mg af quetiapini (quetiapinfúmarat). Lyfið er ætlað til meðferðar á geðklofa, geðhvarfasýki eða sem viðbótarmeðferð við alvarlegum þunglyndislotum hjá sjúklingum með alvarlegt þunglyndi sem ekki hafa svarað nægilega vel meðferð með einu lyfi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Xaluprine, mixtúra, dreifa. Hver ml inniheldur 20 mg af merkaptópúríni (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun er aspartam, metýlhýdroxýbensóat, etýlhýdroxýbensóat og súkrósi. Lyfjið er ætlað til meðferðar á bráðu eitilfrumuhvítblæði (acute lymphoblastic leukaemia ALL) hjá fullorðnum, unglingum og börnum. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum.

Sjá lista

Til baka Senda grein