Fréttir

Rík­is­end­ur­skoðun hvet­ur vel­ferðarráðuneytið til að finna varanlega lausn á rekstrarvanda Lyfjastofnunar

Þetta verði meðal annars gert með því að Alþingi heimili stofnuninni að nota bundið eigið fé sitt, segir í frétt Ríkisendurskoðunar.

27.5.2015

Lyfjastofnun er nær eingöngu fjármögnuð með eigin tekjum. Í fyrsta lagi eru markaðar tekjur, þ.e. lögbundnar skatttekjur vegna lyfjaeftirlits og árgjalda lyfja sem eiga að standa undir þeirri þjónustu sem þessu tengist. Í öðru lagi eru aðrar rekstrartekjur, einkum gjöld samkvæmt gjaldskrá vegna umsókna um markaðsleyfi lyfja. Í þriðja lagi eru sértekjur vegna útseldrar vinnu, t.d. vísindaráðgjafar. Erfitt er að áætla með vissu hverjar árlegar heildartekjur stofnunarinnar verða. Slíkt ræðst m.a. af fjölda umsókna um markaðsleyfi lyfja og annarra verkefna sem henni ber lögum samkvæmt að sinna innan tiltekins tímafrests.

Í frétt Ríkisendurskoðunar segir að í nýrri eftirfylgniskýrslu komi fram  að Lyfjastofnun hafi verið rekin með afgangi frá árinu 2010. Fjárhagsstaða hennar hafi því styrkst talsvert á síðustu árum. Enn býr stofnunin þó við uppsafnaðan halla fyrri ára. Ríkisendurskoðun telur því rétt að ítreka tvær ábendinga sinna frá árinu 2012. Annars vegar er velferðarráðuneytið hvatt til að beita sér fyrir því að rekstrarvandi Lyfjastofnunar verði leystur til frambúðar. Þetta verði meðal annars gert með því að Alþingi heimili stofnuninni að nota bundið eigið fé sitt til að jafna uppsafnaðan rekstrarhalla sinn. Hins vegar beiti ráðuneytið sér fyrir því að Alþingi komi í fjárlögum til móts við Lyfjastofnun vegna lögbundinna stjórnsýsluverkefna hennar sem hún hefur ekki fengið greitt sérstaklega fyrir.

Sjá frétt Ríkisendurskðunar


Til baka Senda grein