Fréttir

Helga Þórisdóttir skipuð forstjóri Persónuverndar

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Helgu Þórisdóttur, sviðsstjóra lögfræðisviðs Lyfjastofnunar og staðgengil forstjóra í embætti forstjóra Persónuverndar.

3.6.2015

Helga lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og námi í stjórnun frá IESE Business School á Spáni 2015.

Helga hefur starfað hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel og menntamálaráðuneytinu. Frá árinu 2008 hefur hún starfað hjá Lyfjastofnun, sem sviðsstjóri lögfræðisviðs og staðgengill forstjóra.

Helga tekur við embættinu 1. september næstkomandi.

Lyfjastofnun óskar Helgu til hamingju með nýtt starf og velfarnaðar í framtíðinni og þakkar henni vel unnin störf í þágu stofnunarinnar.

Til baka Senda grein