Fréttir

Lyfjastofnun gefur frí frá hádegi 19. júní 2015 í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Stofnunin verður lokuð föstudaginn 19. júní frá kl. 12.

16.6.2015

Ríkisstjórn Íslands hvetur vinnuveitendur, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til að gefa starfsmönnum frí frá hádegi 19. júní, að því marki sem kostur er, svo þeir megi taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum sem áformuð eru þennan dag Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.

Starfsmenn eru hvattir til  að taka þátt í hátíðarhöldunum sem hefjast kl. 12:00 þennan dag og minnast þessara tímamóta.  Hægt er að finna dagskrá hátíðarinnar í miðborginni hér.

Ef brýna nauðsyn ber til er hægt að koma skilaboðum til stofnunarinnar í síma 899 8178 eða í netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is.

Til baka Senda grein