Fréttir

Ný lyf á markað 1. júní 2015

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. júní 2015

10.6.2015

Apocillin, mixtúrukyrni, lausn. 1 ml af fullbúinni mixtúru inniheldur 50 mg af fenoxýmetýlpenicillínkalíum. Lyfið er ætlað við sýkingum af völdum penicillínnæmra baktería t.d. lungnabólgu, kokbólgu, eitlabólgu, skútabólgu, eyrnabólgu og skarlatsótt. Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

Carveratio, töflur. Hver tafla inniheldur 6,25 mg, 12,5 mg eða 25 mg af carvediloli.  Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað við háþrýstingi, langvinnri, stöðugri hjartaöng og sem viðbótarmeðferð við hjartabilun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Clozapin Medical, töflur. Hver tafla innheldur 25 mg eða 100 mg af clozapini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar á geðklofa og við geðrofsröskunum sem koma fram í Parkinsonveiki í þeim tilvikum sem hefðbundin meðferð hefur ekki virkað. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Xofigo, stungulyf, lausn. Hver ml af lausn inniheldur 1.000 kBq radíum-223 díklóríð sem jafngildir 0,53 ng af radíum-223 við viðmiðunardagsetningu. Xofigo er ætlað til meðferðar á fullorðnum körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli sem ekki svarar hormónahvarfsmeðferð. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Sjá lista

Til baka Senda grein