Fréttir

Norrænn fundur starfsmanna sem annast flokkun á vörum

Starfsmenn norrænna lyfjastofnana sem annast flokkun á vörum héldu fund á Lyfjastofnun (Nordic Borderline Meeting) miðvikudaginn 27. maí sl.

15.6.2015

Þetta er samstarfshópur norrænu lyfjastofnanna og fundinn sækja starfsmenn sem starfa við flokkun vöru, þ.e. skera úr um hvort vara telst vera lyf. Einnig er fjallað um hvaða vörur teljast vera lækningatæki.  Á fundinum voru tekin fyrir mál sem eru efst á baugi í hverju landi. Að þessu sinni var m.a. rætt um rafsígarettur, jurtir skilgreindar sem lækningatæki og hvenær flokka beri vörur sem lyf á grundvelli heilsu- eða lækningafullyrðinga.

Hópurinn fundaði einnig með fulltrúum frá matvælastofnunum á Norðurlöndum og Eistlandi, þar sem starfsmenn sem starfa við fæðubótarefni bera saman bækur sínar. Sá fundur var haldinn á Matvælastofnun 28. maí sl. og var þar m.a. rætt um vörur sem seldar eru sem fæðubótarefni en ættu líklega að flokkast sem lyf, ólögleg fæðubótarefni sem innihalda lyf án þess að þess sé getið á umbúðum og samræmingu á flokkun jurta innan EES.

Til baka Senda grein