Fréttir

Rúmlega 40 mál komu upp hér á landi í alþjóðlegri aðgerð „Operation Pangea VIII“

Ísland hefur verið þátttökuland í „Operation Pangea“, aðgerð gegn lyfjafölsunum og ólöglegri lyfjasölu frá árinu 2010.

24.6.2015

Pangea aðgerðirnar eru alþjóðlegar aðgerðir sem standa yfir í viku ár hvert undir stjórn Interpol og markmið þeirra er að uppræta glæpastarfsemi sem liggur að baki lyfjafölsunum og ólöglegri sölu lyfja á netinu.

Í aðgerðunum taka þátt; tollayfirvöld, heilbrigðisyfirvöld, lögregluyfirvöld og einkaaðilar í þátttökulöndunum. Að þessu sinni tóku 115 lönd þátt í aðgerðinni.

Rúmlega 40 mál komu upp hér á landi í aðgerðinni. Þetta eru töluvert fleiri mál en komið hafa upp áður hér á landi. Flest málin tengdust innflutningi á nikótínvökva fyrir rafsígarettur.

Embætti Tollstjóra og Lyfjastofnun tóku sameiginlega þátt í aðgerðinni á Íslandi.

Til baka Senda grein