Fréttir

Notkun Íslendinga á svefnlyfjum og slævandi lyfjum

Alls greiddu Íslendingar 440 milljónir króna fyrir svefnlyf og slævandi lyf (N05C) árið 2014. Virðisaukaskattur af þessari lyfjasölu nam rúmum 83 milljónum króna.

26.6.2015

Ef notkun þessara lyfja á Íslandi væri sambærileg við notkun Dana myndi íslenskt samfélag hafa sparað um 300 milljónir króna vegna lyfjakaupa á síðasta ári.

Fyrir 12 árum settu dönsk heilbrigðisyfirvöld sér það markmið að draga úr notkun svefnlyfja og róandi lyfja vegna afleidds kosnaðar af þeirra völdum þ.e. umferðaslysa og slysa á heilbrigðisstofnunum.

Stofnun heilbrigðismála í Danmörku, Sundhedsstyrelsen, telur að auknar upplýsingar til almennings og lækna um svefnlyfjanotkun, breyttar ávísanavenjur lækna, strangari reglur um endurnýjun lyfseðla fyrir þessi lyf og strangar reglur um endurnýjun ökuleyfa til þeirra sem nota svefnlyf að staðaldri séu aðalástæða þess að tekist hefur að minnka notkun svefnlyfja og slævandi lyfja í Danmörku.

Samantekt um notkun svefnlyfja og slævandi lyfja.
Til baka Senda grein