Fréttir

Ný lyf á markað 1. júlí 2015

3.7.2015

Budesonide Teva, dreifa fyrir eimgjafa. 1 ml af dreifu inniheldur 0,25 mg af budesonidi. Lyfið er ætlað við þrálátum berkjuastma þegar notkun þrýstiinnöndunartækja eða innöndunartækja með dufti er ófullnægjandi eða á ekki við. Lyfið er lyfseðilsskylt. 
 

Cosentyx, stungulyf, lausn í áfylltri sprautu eða lyfjapenna. Hver ml af lausn inniheldur 150 mg af secukinumabi. Lyfið er ætlað til meðferðar við miðlungsmiklum eða verulegum skellupsoriasis (plaque psoriasis) hjá fullorðnum þar sem altæk meðferð kemur til greina. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í húðsjúkdómum.

Duofaxin, forðatöflur. Hver forðatafla inniheldur 75 mg, 150 mg eða 225 mg af venlafaxini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er notað við alvarlegum þunglyndislotum, kvíðaröskun, félagsfælni og felmtursröskun með eða án víðáttufælni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Jardiance, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg eða 25 mg af empagliflozini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við sykursýki af tegund 2. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Lymecycline Actavis, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 408 mg af lymecyklini sem jafngildir 300 mg af tetracyclini. Lyfið er ætlað til meðferðar við miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum (acne vulgaris). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Plegridy, stungulyf, lausn í áfylltri sprautu eða lyfjapenna. Hver sprauta eða lyfjapenni inniheldur 63 míkróg, 94 míkróg eða 125 míkróg af peginterferon beta-1a. Lyfið er ætlað til meðferðar á MS-sjúkdómi með endurteknum köstum hjá fullorðnum. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum.

Taptiqom, augdropar, lausn í stakskammta íláti. 1 ml af lausn inniheldur tafluprost 15 míkróg og timolol 5 mg. Lyfinu er ætlað að lækka augnþrýsting hjá fullorðnum með gleiðhornsgláku eða háþrýsting í auga sem sýna ekki fullnægjandi svörun við einlyfja meðferð. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Vizarsin, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 50 mg eða 100 mg af sildenafili. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við ristruflunum hjá fullorðnum karlmönnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Vetmedin vet., tuggutöflur handa hundum. Hver tuggutafla inniheldur 1,25 mg, 5 mg eða 10 mg af pimobendan. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá hundum við hjartabilun sem stafar af hjartavíkkunarkvilla eða hjartalokubilun (mítral og/eða þríblöðkulokuleka). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista
Til baka Senda grein