Fréttir

Ný lyf á markað 1. ágúst 2015

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. ágúst 2015.

11.8.2015

Amoxicillin Sandoz mixtúruduft, dreifa. Hver ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur 114,8 mg amoxicillintrihydrat, samsvarandi 100 mg/ml amoxicillin. Lyfið er ætlað til meðferðar við sýkingum af völdum Gram-jákvæðra og Gram-neikvæðra baktería sem eru næmar fyrir amoxicillini. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Dicloxacillin Bluefish hörð hylki.  Hvert hylki inniheldur dicloxaxillinnatríum, sem samsvarar 250 mg eða 500 mg af dicloxacillini. Lyfið er ætlað við sýkingum af völdum penicillínasa myndandi klasasýklum (staphylococci), t.d. í sárasýkingum, ígerðum og beinasýkingum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Duloxetin W&H magasýruþolin hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 30 mg eða 60 mg af duloxetini. Hjálparefni með þekkta verkun er súkrósa. Lyfið er ætlað til meðferðar á alvarlegu þunglyndi, útlægum taugaverkjum vegna sykursýki og almennri kvíðaröskun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Escitalopram Bluefish filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg, 10 mg, 15 mg eða 20 m af escitaloprami. Lyfið er ætlað til meðferðar við alvarlegum þunglyndislotum, felmtursröskun (panic disorder), með eða án víðáttufælni, félagsfælni, almennri kvíðaröskun og við þráhyggju– og árátturöskun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Idotrim filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 100 mg eða 160 mg trimetoprim. Lyfirð er ætlað við sýkingum án fylgikvilla í neðri hluta þvagfæra og langtíma fyrirbyggjandi meðferðar gegn endurteknum þvagfærasýkingum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Kalspar filmuhúðaðar töflur.  Hver tafla inniheldur 25 mg eða 50 mg af eplerenóni. Lyfið er ætlað til hefðbundinnar meðferðar til að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum og klínískum einkennum hjartabilunar eftir nýlegt hjartadrep og til að draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum og dauðsföllum vegna þeirra hjá fullorðnum sjúklingum með hjartabilun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nanogam innrennslislyf, lausn. Hver ml inniheldur 50 mg af venjulegu manna immúnóglóbúlíni. Lyfið er ætlað til uppbótarmeðferðar og ónæmisstýringar við skorti á mótefnum og endurteknum bakteríusýkingum og ennfrem viður blóðflagnafæð hjá sjúklingum sem eru í mikilli blæðingarhættu. Lyfið er sjúkrahúslyf.

Xeomin stungulyfsstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 100 einingar af Clostridium botulinum taugaeitri. Lyfið er ætlað til einkennamiðaðrar meðferðar á hvarmakrampa og vöðvaspennutruflunum. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í augnlækningum, taugasjúkdómalækningum og taugaskurðlækningum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er sjúkrahúslyf.

Saniotic vet. eyrnadropar/húðdreifa. Hver ml inniheldur míkónazólnítrat 23,0 mg, prednisólonasetat 5,0 mg, og pólýmyxín B súlfat 0,5293 mg. Lyfið er ætlað til meðferðar við eyrnabólgu (otitis externa) og staðbundnum sýkingum af völdum bakteríu- og sveppategunda, sem næmar eru fyrir míkónazóli og pólýmyxíni B, á yfirborði húðar hjá hundum og köttum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein