Fréttir

Tilkynning um innköllun á verkjalyfi - Fentanyl ratiopharm forðaplástur

Þeir sem hafa fengið lyfið afgreitt á tímabilinu 28.7.2015 – 2.9.2015 eru beðnir um að fara með pakkningar með vörunúmerinu 10 38 06 í næsta apótek til skoðunar.

2.9.2015

Markaðsleyfishafi Fentanyl ratiopharm forðaplásturs hefur hrundið af stað innköllun í samráði við Lyfjastofnun af eftirfarandi lyfi:

Heiti lyfs: Fentanyl ratiopharm forðaplástur

Styrkleiki og pakkningastærð: 12 mikrog/klst., 5 forðaplástrar

Innköllunin á við einstakt lotunúmer: Lota P51869

Vörunúmer (Vnr): 10 38 06

Ástæða innköllunar er að einn forðaplástur af fimm sem ekki var merktur ratiopharm fannst í pakka af Fentanyl ratiopharm forðaplástri 12 mikrog/klst. í Finnlandi. Plásturinn inniheldur einnig fentanyl en í röngum styrk, 25 mikrog/klst. í stað 12 mikrog/klst., og með áletrun á röngu tungumáli. Notkun á plástri með hærri styrkleika getur valdið heilsutjóni.

Þar sem ekki er hægt að útiloka að þetta hafa gerst með fleiri pakka við framleiðsluna er öll framleiðslan með þessu lotunúmeri innkölluð.

Bent er á að engin hætta stafar af þeim forðaplástrum sem merktir eru ratiopharm og gæði þeirra eru óskert.

Umboðsaðili markaðsleyfishafa á Íslandi er Medical ehf., sími 534 3500. Vinsamlega hafið samband ef frekari upplýsingar óskast.

Tilkynnt verður um þessa innköllun í fjölmiðlum.

Til baka Senda grein