Fréttir

Tímabundin undanþága fyrir Diural í stað Impugan dropa

Til að koma í veg fyrir skort hefur Lyfjastofnun veitt heimild til sölu á takmörkuðu magni af lyfinu í dansk/norskri pakkningu með öðru heiti en er hér með markaðsleyfi.

9.9.2015

Lyfjastofnun hefur veitt heimild til að selja takmarkað magn af furosemíð dropum til inntöku, lausn 10 mg/ml í dansk/norskri pakkningu undir heitinu Diural í stað Impugan í sama lyfjaformi, styrk og pakkningarstærð.

Vnr 53 52 29 Diural 10 mg/ml, dropar til inntöku, lausn, 30 ml.

Lyfinu verður umpakkað með límmiða með íslenskri áletrun á ytri umbúðum og íslenskum fylgiseðli.

Staðfest er að um sama lyf er að ræða þó það sé ekki í sama skráningarferli. Heimildin skal kynnt viðskiptavinum.
Til baka Senda grein