Fréttir

Norræn samvinna um sýklalyfjaónæmi

Ráðherrar heilbrigðismála og matvæla á Norðurlöndum ætla að taka höndum saman í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi.

11.9.2015

Meðal þess sem Norðurlöndin koma á fót er stefnumótunarhópur sem á að efla samstarf Norðurlanda gegn sýklalyfjaónæmi þvert á landamæri og fagsvið.

Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál um allan heim og áætlað er að um 25.000 manns látist á ári í Evrópusambandinu af völdum fjölónæmra baktería.

„Norðurlönd eru í fararbroddi í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi og því er þessi yfirlýsing mikilvægt skref í þá átt að leysa stórt viðfangsefni sem teygir sig yfir landamæri og mörk fagsviða. Þetta er einnig mjög áþreifanleg eftirfylgni skýrslu Bo Könbergs um þróun samstarfs Norðurlanda í heilbrigðismálum“ er haft eftir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar á vef hennar og fagnar hann þessu þverfaglega framtaki.

Sjá frétt á vef norrænu ráðherranefndarinnar

Samþykkt norrænu ráðharranefndarinnar frá 9.9.2015

Skýrsla um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2014

Til baka Senda grein