Fréttir

Tímabundin undanþága fyrir Byetta

Byetta stungulyf lausn með breyttu norrænu vörunúmeri.

24.9.2015

Til að koma í veg fyrir skort, hefur Lyfjastofnun, að höfðu samráði við lyfjagreiðslunefnd, veitt heimild til sölu eftirtaldra pakkninga (breytt norræn vörunúmer) þar til upplýsingar birtast í lyfjaskrám 1. október 2015.
 

Vnr 08 51 71  Byetta stungulyf, lausn  5 míkróg 1 stk. áfylltur lyfjapenni (60 skammtar) (eldra Vnr 07 29 78).

Vnr 43 96 80  Byetta stungulyf, lausn 10 míkróg 1 stk. áfylltur lyfjapenni (60 skammtar) (eldra Vnr 07 29 96).

Heimildin gildir út september 2015. Frá og með 1. október 2015 verða ofangreindar pakkningar í lyfjaskrám.

Til baka Senda grein