Fréttir

Ný lyf á markað 1. október 2015

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. október 2015

6.10.2015

Aripiprazole ratiopharm, töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg eða 15 mg af aripiprazoli. Lyfið er ætlað til meðferðar á geðklofa hjá fullorðnum og unglingum, 15 ára og eldri. Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

Atorvastatin Hexal, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg eða 40 mg atorvastatin. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað sem viðbót við mataræðisbreytingu til að lækka of hátt heildarkólesteról. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Brieka, hörð hylki. Hvert hart hylki, inniheldur 25 mg, 75 mg, 150 mg, 225 mg, eða 300 mg af pregabalíni. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar á útlægum og miðlægum taugaverkjum, sem viðbótarmeðferð við flogaveiki með staðflogum, með eða án síðkominna alfloga og til meðferðar á almennri kvíðaröskun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Celecoxib LYFIS, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 200 mg af celecoxibi. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðhöndlunar á einkennum slitgigtar, iktsýki og hryggiktar. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Colrefuz, töflur. Hver tafla inniheldur 500 míkróg af colchicini. Lyfið er ætlað til meðferðar á bráðri þvagsýrugigt  og til fyrirbyggjandi meðferðar við þvagsýrugigtarköstum í upphafi meðferðar með allópúrínóli og þvagsýrulosandi lyfjum. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Daklinza, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur daclatasvirtvíhýdróklóríð sem jafngildir 30 mg eða 60 mg af daclatasviri. Lyfið er ætlað til notkunar í samsettri meðferð með öðrum lyfjum við langvinnri lifrarbólgu C (HCV) hjá fullorðnum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf (S) og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sérfræðinga í meltingarfærasjúkdómum með sérþekkingu á lifrarsjúkdómum.

Duloxetine Mylan, magasýruþolið hart hylki. Hvert hylki inniheldur 60 mg af duloxetini (sem hýdróklóríð). Hjálparefni með þekkta verkun er súkrósa. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar á alvarlegu þunglyndi (major depressive disorder), útlægum taugaverkjum vegna sykursýki og til meðferðar á almennri kvíðaröskun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Eradizol, magasýruþolnar töflur. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun er súkrósa. Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít) hjá fullorðnum. Lyfið er lausasölulyf.

Exviera, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 250 mg af dasabuviri (sem natríumeinhýdrat). Lyfið er ætlað samhliða öðrum lyfjum til meðferðar gegn langvinnri lifrarbólgu C (CHC) hjá fullorðnum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur erum að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf (S)  og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sérfræðinga í meltingarfærasjúkdómum með sérþekkingu á lifrarsjúkdómum.

Flynise, filmuhúðaðar töflur.  Hver tafla inniheldur 5 mg af desloratadini. Lyfið er ætlað fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri til að draga úr einkennum ofnæmisnefkvefs og ofsakláða. Lyfið er lausasölulyf.

Glimepirid Bluefish, töflur. Hver tafla inniheldur 1 mg, 2 mg, 3 mg eða 4 mg af glimepiridi. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar við insúlínóháðri sykursýki (sykursýki af tegund 2) þegar matarræði, líkamsþjálfun og megrun hafa ekki borið árangur. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Incruse, innöndunarduft, afmældir skammtar. Hver stök innöndun gefur skammt sem er 55 míkróg af umeclidini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til notkunar sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð gegn einkennum hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna lungnateppu. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

KEYTRUDA, stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Eitt hettuglas með stofni inniheldur 50 mg pembrolizumab. Lyfið er ætlað sem einlyfjameðferð við langt gengnu sortuæxli (óskurðtæku eða með

meinvörpum) hjá fullorðnum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur erum að tengist lyfinu. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er sjúkrahúslyf (S) og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Lemilvo, töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg, 10 mg eða 15 mg af aripíprazóli. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað til meðferðar við geðklofa hjá fullorðnum og unglingum 15 ára og eldri og til meðferðar við miðlungsalvarlegum/alvarlegum oflætislotum hjá sjúklingum með geðhvarfasýki og til þess að fyrirbyggja nýja oflætislotu hjá fullorðnum sem fá aðallega oflætislotur, þegar oflætislotur hafa svarað meðferð með aripíprazóli og einnig til meðferðar í allt að 12 vikur við miðlungsalvarlegum til alvarlegum oflætislotum hjá unglingum 13 ára og eldri með geðhvarfasýki. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Lonquex, stungulyf, lausn. Hver áfyllt sprauta inniheldur 6 mg af lípegfilgrastimi í 0,6 ml lausn. Hver ml af stungulyfi, lausn inniheldur 10 mg af lípegfilgrastimi. Hjálparefni með þekkta verkun er sorbitól. Lyfið er ætlað til þess að draga úr lengd daufkyrningafæðar og tíðni daufkyrningafæðar ásamt hita hjá fullorðnum sjúklingum sem fá meðferð með frumudrepandi krabbameinslyfjum við illkynja sjúkdómum (að frátöldu langvinnu kyrningahvítblæði og mergrangvaxtarheilkenni). Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf (S) og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum.

Omeprazol Sandoz, magasýruþolin hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 10 mg, 20 mg eða 40 mg af ómeprazóli. Hjálparefni með þekkta verkun er súkrósa. Lyfið er m.a. ætlað til meðferðar við skeifugarnarsárum og magasárum og við einkennum maga-vélinda-bakflæðissjúkdóms. Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu sbr. pakkningu merkta L, mest 30 hylki af 10 mg eða 20 mg hylkjum handa einstaklingi. Aðrar pakkningar eru lyfseðilsskyldar.

Paracetamol Sandoz, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg paracetamol. Lyfið er ætlað við vægum verkjum og hitalækkandi. Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu sbr. pakkningar merktar L, mest 30 stk. handa einstaklingi. Aðrar pakkningar eru lyfseðilsskyldar.

Paracetamol/Kodein Actavis, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 1.000 mg af parasetamóli og 60 mg af kódeinfosfathemihýdrati. Hjálparefni með þekkta verkun er sojalesitín. Lyfið er ætlað gegn miðlungs alvarlegum til alvarlegum verkjum hjá fullorðnum og unglingum, 16 ára og eldri sem ekki er talið að hægt sé að stilla með öðrum verkjalyfjum. Lyfið er merkt rauðum aðvörunarþríhyrningi. Lyfið er lyfseðilsskylt. Ef ávísað er með lyfseðli meira en 20 töflum verður lyfseðillinn eftirritunarskyldur.

Toujeo, stungulyf, lausn í áfylltum penna. Hver ml inniheldur 300 einingar af glargíninsúlíni* (jafngilt 10,91 mg). Hver penni inniheldur 1,5 ml af stungulyfi, lausn, jafngildir 450 einingum. Lyfið er grunninsúlín sem á að gefa einu sinni á sólarhring hvenær dagsins sem er, helst á sama tíma á hverjum degi við sykursýki af tegund 1. Lyfið verður að gefa ásamt skammvirku-/fljótvirku insúlíni til þess að uppfylla þörf fyrir máltíðarinsúlín. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Viekirax,  filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 12,5 mg af ombitasviri, 75 mg af paritapreviri og 50 mg af ritonaviri. Lyfið er ætlað, ásamt öðrum lyfjum, til notkunar við meðferð á langvinnri lifrarbólgu C (CHC) hjá fullorðnum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf (S) og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sérfræðinga í meltingarfærasjúkdómum með sérþekkingu á lifrarsjúkdómum.

Til baka Senda grein