Fréttir

Skýrsla ESVAC um sölu sýkingalyfja handa dýrum

Lyfjastofnun Evrópu hefur birt 5. skýrslu sína um sölu sýkingalyfja handa dýrum.

23.10.2015

Lyfjastofnun Evrópu hefur birt skýrslu um sölu sýkingalyfja handa dýrum fyrir árið 2013. Skýrslan er unnin á vegum „European Surveillance of Veterinary Antimicrobial Consumption (ESVAC) project“ sem Lyfjastofnun tekur þátt í.
Samkvæmt skýrslunni hefur sala sýkingalyfja handa dýrum dregist saman um 8% í Evrópu milli áranna 2011 og 2013.

Í skýrslunni eru upplýsingar sem ná yfir framangreint tímabil, frá 23 EES ríkjum, í 11 þeirra hefur sala dregist saman frá 5% til 51% en í 6 ríkjum hefur hún aukist frá 5% til 21%.

Mjög mikilvægt er að nota sýkingalyf skynsamlega til að koma í veg fyrir ónæmi baktería gegn sýkingalyfjum og útbreiðslu ónæmis. ESVAC skýrslan gefur ríkjum innan EES tækifæri til að bera notkun sýkingalyf  handa dýrum saman við notkun í öðrum EES ríkjum og hana má nota sem lið í stefnumörkun um notkun sýkingalyfja handa dýrum. Þess verður þó að gæta að nota ekki skýrsluna eina og sér í slíkum tilgangi, auk þess sem fara verður varlega í allan samanburð milli landa, m.a. vegna mismunandi forsendna í hverju landi fyrir sig.

Nýr gagnvirkur grunnur hefur verið tekinn í notkun þar sem hægt er að sjá niðurstöður fyrir einstök lönd á myndrænan hátt. 


 

Til baka Senda grein