Fréttir

Afmælispistlar – Lesum fylgiseðilinn!

Fram að morgunverðarfundi um fylgiseðla 10. nóvember nk. og kringum hann munu birtast á vef stofnunarinnar fjölbreyttir pistlar frá starfsfólki Lyfjastofnunar um fylgiseðla.

27.10.2015

Lyfjastofnun fagnar 15 ára afmæli sínu á þessu ári. Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að efna til umræðu um gagnsemi fylgiseðla. 

Í því skyni hefur Lyfjastofnun hvatt starfsfólk sitt til að deila með landsmönnum þekkingu sinni á umsýslu og innihaldi fylgiseðla auk persónulegrar reynslu og reynslu ættingja og vina af því að kynna sér eða hunsa fylgiseðla.

Lyfjastofnun stendur fyrir morgunverðarfundi um fylgiseðla 10. nóvember nk. og fram að viðburðinum og kringum hann munu birtast á heimasíðu stofnunarinnar fjölbreyttir pistlar frá starfsfólki um fylgiseðla. Sjálfur viðburðurinn verður auglýstur nánar þegar nær dregur.
Til baka Senda grein