Fréttir

Kynningarátak Lyfjastofnunar um upplýsingar um lyf til almennings og mikilvægi fylgiseðla undir yfirskriftinni „Lesum fylgiseðilinn“

Lyfjastofnun er nú að hefja í annað skipti kynningarátak um fylgiseðla lyfja, mikilvægi þeirra og skýringar á texta fylgiseðla.

16.11.2015

Pakkningum flestra lyfja fylgja upplýsingar á íslensku til notandans, eða þess sem sér um að gefa þau öðrum, t.d. börnum og öðrum þeim sem ekki geta séð sjálfir um lyfin sín.

Ekki eru til íslenskir fylgiseðlar fyrir svokölluð undanþágulyf, sem eru lyf sem ekki hafa fengið íslenskt markaðsleyfi. Því er mikilvægt þegar um þessi lyf er að ræða, að leita sérstaklega eftir upplýsingum um þau hjá lækni eða lyfjafræðingi.

Fylgiseðlar lyfja eru uppfærðir sem næst jafnóðum og fram koma nýjar upplýsingar t.d. um öryggi við notkun lyfjanna. Þess vegna nægir ekki að lesa fylgiseðil einu sinni ef um langtíma lyfjameðferð er að ræða.

Það er réttur þeirra sem nota lyf að fá íslenskan fylgiseðil lyfsins í hendur áður en lyfið er notað.

 

  1. Fylgiseðlar lyfja
  2. Mikilvægi fylgiseðla
  3. Hvaða upplýsingar eru í fylgiseðlum?
  4. Breytast upplýsingar í fylgiseðlum eða eru fylgiseðlar alltaf eins?
  5. Fylgiseðlar í sögulegu samhengi
Til baka Senda grein