Fréttir

Ný lyf á markað 1. nóvember 2015

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markaði 1. nóvember 2015

4.11.2015

Ecalta, innrennslisstofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 100 mg anidulafungin. Hjálparefni með þekkta verkun er frúktósi. Lyfið er ætlað til meðferð við ífarandi hvítsveppasýkingu (candidiasis) hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum.
 

Fluoxetin Mylan, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 20 mg af flúoxetíni. Hjálparefni með þekkta verkun er mjólkursykur. Lyfið er ætlað við alvarlegu þunglyndi, þráhyggju- og áráttusýki og lotugræðgi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Jentadueto, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 2,5 mg linagliptin og 850 mg metforminhýdróklóríð. Lyfið er ætlað til meðferðar fyrir fullorðna sjúklinga með sykursýki af tegund 2, sem viðbót við mataræði og líkamsþjálfun, til notkunar í samsettri meðferð með súlfónýlúrealyfi og til notkunar í samsettri meðferð með insúlíni. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Kalmente, nefúði, dreifa. Hver skammtur inniheldur mómetasonfúróateinhýdrat sem samsvarar 50 míkrógrömmum af vatnsfríu mómetasonfúróati. Hjálparefni með þekkta verkun er benzalkónklóríð. Lyfið er ætlað til notkunar fyrir fullorðna og börn frá 3 ára og eldri til meðferðar við einkennum árstíðabundins ofnæmiskvefs eða stöðugs ofnæmiskvefs. Lyfið er jafnframt ætlað til meðferðar á sepum í nefi hjá fullorðnum sjúklingum 18 ára og eldri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Mirvaso, hlaup. Eitt gramm af hlaupi inniheldur 3,3 mg af brimonidíni sem samsvarar 5 mg af brimonidíntartrati. Hjálparefni með þekkta verkun er metýlparahýdroxýbenzóat og própýlenglýkól. Lyfið er ætlað til notkunar á húð við húðroða í andliti vegna rósroða (rosacea) hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Hydrokortison Orion, töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg hydrocortison. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa.  Lyfið er ætlað sem uppbótarmeðferð við meðfæddum ofvexti nýrnahettna hjá börnum, meðferð við skertri starfsemi nýrnahettna hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára og við bráðameðferð við verulegum berkjuastma, lyfjaofnæmisviðbrögðum, sermissótt, ofnæmisbjúg og bráðaofnæmi. Lyfið er ætlaðar fullorðnum og börnum á aldrinum frá 1 mánaða til 18 ára þegar skammturinn 10 mg og lyfjaformið tafla hentar. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Oxytobel, stungulyf, lausn. Dýralyf fyrir hesta, nautgripi, svín, sauðfé, geitur, hunda og ketti. Hver ml inniheldur oxýtósín 16,6 μg. Hjálparefni er klórbútanólhemihýdrat. Lyfið er ætlað til notkunar við fæðingu (örvun á samdráttum í legi til að auðvelda fæðingu þegar full útvíkkun hefur orðið á leghálsi, örvun samdráttar legs eftir fæðingu, sem liður í meðferð við að ná stjórn á blæðingu eftir fæðingu). Lyfið er einnig ætlað til örvunar mjólkurframleiðslu við mjólkurleysi. Lyfið er lyfseðilsskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur (D).

Pregabalin Mylan, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 25 mg, 75 mg, 15 mg, 225 mg eða 300 mg af pregabalíni. Lyfið er notað hjá fullorðnum, sem viðbótarmeðferð við flogaveiki með staðflogum, með eða án síðkominna alfloga og einnig við almennri kvíðaröskun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein