Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu telur ekki samhengi milli bólusetninga við leghálskrabbameini, HPV, og CRPS og POTS heilkennanna

Nefnd um áhættumat á sviði lyfjagátar hjá Evrópu, PRAC, skoðaði fyrirliggjandi gögn þar á meðal gögn úr klínískum rannsóknum og tilkynningar um mögulegar aukaverkanir frá sjúklingum og heilbrigðisstarfsmönnum.

6.11.2015

Danska lyfjastofnunin fór fram á það í júlí á þessu ári að Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hlutaðist til um rannsókn á öryggi bóluefna við leghálskrabbameini, HPV,  vegna fjölda tilkynninga um aukaverkanir sem hugsanlega tengdust þeim.
 

Nefnd um áhættumat á sviði lyfjagátar hjá Evrópu, PRAC, hefur nú lokið mati sínu.

Nefndin skoðaði öll fyrirliggjandi gögn þar á meðal gögn úr klínískum rannsóknum og tilkynningar um mögulegar aukaverkanir frá sjúklingum, heilbrigðisstarfsmönnum og sjúklingahópum sem gáfu góða mynd af þeim áhrifum og einkennum sem tilkynnt hafa verið og geta tengst bólusetningunni.

Nefndin leitaði ennfremur samráðs við sérfræðihóp, SAG (Scientific Advisory Group) sem skipaður var sérfræðingum með fjölþætta þekkingu á þessu sviði.

Fyrirliggjandi upplýsingar benda til þess að ekki séu fleiri bólusettar stúlkur sem fá þessi einkenni en aðrar stúlkur á þessum aldri.

Sjá frétt EMA

Til baka Senda grein