Fréttir

Fréttatilkynning: Lesum fylgiseðilinn - Morgunverðarfundur Lyfjastofnunar

Umfjöllunarefni Lyfjastofnunar í tilefni 15 ára afmælis stofnunarinnar er fylgiseðill lyfja og mikilvægi hans.

9.11.2015

Eins og komið hefur fram fagnar Lyfjastofnun 15 ára afmæli sínu, um þessar mundir, með pistlaskrifum og morgunverðarfundi þriðjudaginn 10. nóvember nk. kl.8:00 á Grand Hotel.
 

Yfirskrift morgunverðarfundarins fundarins er:

Fylgiseðlar með lyfjum - vannýtt auðlind eða vesen?

Á fundinum verða reifuð sjónarmið lyfjafræðings, heimilislæknis, fulltrúa sjúklingahóps og neytendasamtaka.

Í tengslum við afmælisundirbúninginn hefur starfsfólk stofnunarinnar skrifað pistla, sem birst hafa í fréttadálki á vefsíðu stofnunarinnar, um persónulega reynslu sína eða reynslu ættingja og vina af mikilvægi þess að kynna sér efni fylgiseðla.

Einnig hafa skýringar á efnistökum og uppsetningu fylgiseðla uppfærðar kafla fyrir kafla.
Til baka Senda grein