Fréttir

Fjölsóttur fundur Lyfjastofnunar um fylgiseðla lyfja

Um 100 manns sóttu morgunverðarfund sem haldinn var í tilefni 15 ára afmælis Lyfjastofnunar.

10.11.2015

Á fundinum komu fram ýmis sjónarmið um fylgiseðla og gildi þeirra í upplýsingagjöf um lyf til almennings en einnig um vandamál sem geta komið upp vegna misskilnings á upplýsingum í fylgiseðlum. Fundinum lauk með fjörugum umræðum undir stjórn fundarstjóra, Rannveigar Gunnarsdóttur fyrrverandi forstjóra Lyfjastofnunar.
 

Að undanförnu hafa verið birtir pistlar á vef Lyfjastofnunar, skrifaðir af starfsfólki, af reynslu þess eða vina og ættingja af fylgiseðlum lyfja.

Fimm erindi voru flutt og fylgja hér skyggnur flytjenda:

Jóhann M. Lenharðsson frá Lyfjastofnun:

Af hverju fylgiseðill?

Gunnar Alexander Ólafsson frá Neytendasamtökunum:

Áherslur neytenda varðandi fylgiseðla

Emil Thoroddsen frá Gigtarfélagi Íslands

Sjónarmið sjúklinga

Svanhildur Kristinsdóttir frá Lyfjafræðingafélagi Íslands

Sjónarmið apótekslyfjafræðings

Þórarinn Ingólfsson frá Félagi íslenskra heimilislækna

Sjónarmið heimilislæknis

 

Til baka Senda grein