Fréttir

Ný lyf á markað 1. desember 2015

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. desember 2015

4.12.2015

Aritavi, magasýruþolið hart hylki. Hvert hylki inniheldur 30 mg eða 60 mg af duloxetini sem hýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun er súkrósa. Lyfið er ætlað til meðferðar við alvarlegu þunglyndi, útlægum taugaverkjum vegna sykursýki og við almennri kvíðaröskun hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

Duloxetine ratiopharm, magasýruþolið hart hylki. Hvert hylki inniheldur 30 mg eða 60 mg af duloxetini sem hýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun er súkrósa. Lyfið er ætlað til meðferðar við alvarlegu þunglyndi, útlægum taugaverkjum vegna sykursýki og við almennri kvíðaröskun hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Fasturtec, stofn og leysir fyrir innrennslisþykkni, lausn. Eftir blöndun inniheldur 1 ml af þykkni 1,5 mg af rasbúricase. Lyfið er ætlað til meðferðar og til forvarna gegn bráðri hækkun á þvagsýru í sermi, til þess að koma í veg fyrir bráða nýrnabilun, hjá fullorðnum, börnum og unglingum á aldrinum 0 til 17 ára með illkynja blóðsjúkdóma með háu æxlisálagi og sem eru í hættu á hraðri æxlissundrun eða -rýrnun við upphaf krabbameinslyfjameðferðar. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum.

Gabapentin Sandoz, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 300 mg eða 400 mg gabapentíni. Lyfið er notað sem viðbótarmeðferð við meðferð á hlutaflogum (partial seizures), með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og börnum 6 ára og eldri og sem einlyfjameðferð við hlutaflogum, með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri. Lyfið er einnig notað til meðferðar á útlægum taugaverkjum t.d. slæmum taugaverkjum í tengslum við sykursýki og taugahvoti í kjölfar herpessýkingar (postherpetic neuralgia) hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Gemcitabin Hospira, innrennslisþykkni, lausn. Hver ml af innrennslisþykkni, lausn, inniheldur gemcitabinhýdróklóríð sem jafngildir 38 mg af gemcitabini. Lyfið er ætlað  til meðferðar:

-við krabbameini í þvagblöðru sem er annað hvort staðbundið en óskurðtækt (advanced) eða með meinvörpum í samsetningu með cisplatíni.

- til meðferðar við kirtilkrabbameini í brisi sem er annað hvort staðbundið en óskurðtækt eða með meinvörpum.

- í samsetningu með cisplatini sem fyrsta meðferðarúrræði við lungnakrabbameini sem er ekki af smáfrumugerð, sem er annað hvort staðbundið en óskurðtækt eða með meinvörpum.

- til meðferðar í samsetningu með karbóplatíni við þekjufrumukrabbameini í eggjastokkum, sem er annað hvort staðbundið en óskurðtækt eða með meinvörpum, hjá sjúklingum sem fá bakslag eftir að minnsta kosti 6 mánuði án sjúkdóms eftir meðferð með platínusamböndum sem fyrsta meðferðarúrræði.

- til meðferðar í samsetningu með paclitaxeli við óskurðtæku brjóstakrabbameini sem er annað hvort staðbundið og hefur tekið sig upp aftur eða með meinvörpum, hjá sjúklingum sem fá bakslag eftir krabbameinslyfjameðferð sem hefur verið gefin eftir aðgerð eða fyrir aðgerð (adjuvant/neoadjuvant).

Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

 

VORTEMYEL, stungulyfsstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 3,5 mg af bortezomibi sem mannitólbórester. Lyfið er ætlað:

-  sem einlyfjameðferð eða í samsettri meðferð með pegýleruðu liposomal doxorubicini eða dexametasoni er ætlað fullorðnum sjúklingum með versnandi mergæxli (multiple myeloma) sem hafa fengið a.m.k. eina fyrri meðferð og hafa þegar gengist undir ígræðslu blóðmyndandi stofnfrumna eða ef hún hentar ekki.

- í samsettri meðferð með melfalani og prednisóni er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með áður ómeðhöndlað mergæxli, sem ekki hentar krabbameinslyfjameðferð í stórum skömmtum ásamt ígræðslu blóðmyndandi stofnfrumna.

- í samsettri meðferð með dexametasoni eða ásamt dexametasoni og thalidomíði er ætlað sem innleiðslumeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með áður ómeðhöndlað mergæxli, sem hentar krabbameinslyfjameðferð í stórum skömmtum ásamt ígræðslu blóðmyndandi stofnfrumna.

- í samsettri meðferð með rituximabi, cyclophosphamíði, doxorubicini og prednisóni er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með áður ómeðhöndlað möttulfrumueitlaæxli þar sem ígræðsla blóðmyndandi stofnfrumna hentar ekki.

Markaðssetning lyfsins á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

 

 Sjá lista

Til baka Senda grein